yrkir titill svhv2019.

Fóstur

 

Sumar

fóstrar dýragras á bala
þetta lágvaxna blóm
með sinn djúpbláa lit
teyga guðsblámann
að varðveita í hugskoti
langt fram á vetur

fóstrar spor mín á öræfum
hvar hálendisurt mætir
sandi og bruna
vatn ryðst frá jöklum
lænur úr glompum

fagra blíða sumar

fóstrar ilmríkan móa
vængjaþyt fugla
rósama öldu
andvara
allt sem ég elska

̶  von mína.