yrkir titill svhv2019.

Fæðing í vændum

 

Þau snúast um hana
með mælingum
og tilgátum
óróleg
fæðingarvegurinn
hefur víkkað
og styttist í
að himnurnar rofni
með fyrirgangi
kvikan flæði
upp á yfirborðið
út í veröldina
úr iðrum
móður jarðar
en ekki ljóst
hvort barnið
verður vært
eða kemur
með öskrum
fæðingin mun
í öllu falli
breyta landslaginu
eins og ævinlega.

 

 

Í aðdraganda Dalagoss á Reykjanesi vorið 2021.