yrkir titill svhv2019.

Orðræða örríkis

Fólkið fyrir sunnan,
suður á landráðaskaga,
sérfræðingar að sunnan,
lattélepjandi lopatreflar í 101,
heimska malbiksfólkið
sem aldrei hefur farið
út fyrir borgarmörkin
né migið í saltan sjó,
veit ekki hvaðan kjötið kemur!
spandex-lið og listaspírur
sem skilja ekki landsbyggðina,
hafa ekki nef fyrir sveitinni
eða sjávarbyggðum,
sjá bara eigin nafla.

Við eða þið
þið eða við
ekki; við Íslendingar
með sömu hagsmuni
eða; við Jarðarbúar
með sömu hagsmuni
nei,
við og þið.

Þessi ömurlega orðræða
í örríki sundurlyndisins.