yrkir titill svhv2019.

Sumarsólstöður 2021

Nú hefur sólin
hnigið lengst
til norðurs,
um miðja
bjarta nótt
hikar hún
hæst á lofti
eitt andartak
klukkan 03:32,
að því búnu
heldur hún
fyrir jarðar
möndulhalla
með sólbaug
til suðurhvels,
- við til dimmra nátta
og skammdægra.
En þarna -
þessa stund
á sumarsólstöðum
eru dulmögn
kyngi, kraftar
ljóss og vaxtar

mátturinn
og dýrðin.

Við sumarsólstöður sest sólin ekki á stöðum norðan við norðurheimskautsbaug. Norðurheimskautsbaugur er á 66°34'N og sker norðurhluta Grímseyjar og er miðaður við rétta stefnu í miðju sólar og er þá ekki tekið tillit til ljósbrots í andrúmsloftinu. Þegar tekið er tillit til ljósbrotsins og þess að sólarupprás og sólarlag eru miðuð við síðustu geisla sólar, þ.e. efri rönd sólarkringlunnar, þá sest sólin ekki um sumarsólstöður við nær alla norðurströnd Íslands, eða á stöðum norðan við 65°50'N. (Þórður Arason, vedur.is, 2010).