yrkir titill svhv2019.

Blessuð lömbin

Þeir eru komnir
trukkarnir með götum
á ryðguðum hliðum
þeir standa kyrrir
á bensínstöðvum
við sveitavegi
hjá sláturhúsum
sumar ei meir
frá þeim leggur ugg
hreinræktaða skelfingu
tramp og óð augu
sem horfa út í haustið
gegnum götin
á dauðastíunni
horfa fram á endalok
bíða dauðaskots
að höfðum verði raðað
hyrndum jafnt sem óhyrndum
á bríkur og blóð renni úr strjúpa
líkamar húðflettir
vegnir metnir
sneiddir seldir

engist yfir að elska
blessuð lömbin og lagðprútt féð
stinga svo hrygg í ofninn.