yrkir titill svhv2019.

Haust við ána

Á veðurbörðum trébekk ofan við ána
situr hún með lukt augu
drekkur í sig hlýju haustsólar
golan ber vængjuð hljóð anda og lóms
upp frá sindrandi vatnsborðinu
handan við flauminn heyrist óljós mannsrödd
líður burt eins og reykjarslæða
þrusk í lúpínum – „kak kak“
spýta fræjum niður á melinn
þar sem smágerð urðarfjólan
er útvörður sumarsins.