yrkir titill svhv2019.

Óyndi

 

Óyndi
maður flosnar upp
úr jörðinni
sér ekki himininn
verður fangi
gráa milliverksins
hefur hvergi viðnám
flýtur í hversdeginum
með þunga fyrir brjóstinu
eitur í þindinni
sorg um allan líkamann
deyfð vafin um mann
eins og kæfandi klæði
nær ekki andanum
af andköfum kvíðans
ótti læsist um frumurnar
hugsanir þjóta margrása
út í tómið
lamandi óöryggi
hvergi haldreipi

ekki hugsa
bara vera
uns sjatnar
og rofar til.