Einleikur á regnboga
Byrja ungskáld ekki alltaf á því að moka innan úr sér sjálfum áður en þau geta skrifað um veröldina umhverfis? Mér var í það minnsta þannig farið. Mig rekur minni til að hafa legið mikið á hjarta og lifað í töluverðum gauragangi. Það var annað hvort að skrifa ellegar tortímast. Mér þykir vænt um þessa bók því hún er bernskubrek skriftaáráttu minnar og góð sem slík. Ég er líka afskaplega skotin í myndinni sem Inga Þórey Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og fornvinkona mín, málaði fyrir mig til að hafa á bókarkápu. Önnur góð vinkona og myndlistarmaður, Inga Lísa Middleton, vann 5 ljósmyndir fyrir bókina.
Olíumálverk á forsíðu; Inga Þórey Jóhannsdóttir.
Ljósmyndir Ingu Lísu Middleton: