yrkir titill svhv2019.

Rauðklædda konan

Rauðklædd kona
gekk framhjá
á sandströnd
við Húnaflóa
þar sem ég sat
berfætt á steini
og skrifaði í bók

gekk aftur framhjá
á bakaleiðinni
hún hélt á myndavél
horfði einkennilega á mig
eins og hana langaði eitthvað

er ég hafði tekið saman
föggur mínar og gekk upp á
brimvarnargarðinn sat hún
á bekk við bílastæðið
eins og hún væri að bíða

ég leiddi hjólið hægt burt
það var ekki laust við
að mig langaði
langaði að nema staðar
veifa til þessarar konu
sem líklega var að
bíða eftir sjálfri sér.

 

2019