yrkir titill svhv2019.

Í Hrútey

Sæl geng ég blómstíga sumars
heitsætur ilmur lyngsins
lausfingruð gola leikur við húðina
blóðberg milt á tungu
sætukoppar mjúkbitrir
hnyklaðar rætur varða veginn

það ilmar  ̶  allt ilmar
veröldin ilmar í dag!

Stend þungt á sterku bjargi
skagar fram yfir ána
læt óttann drjúpa fram af
út í árstrauminn
sem ber hann strítt til hafs

straumurinn tekur
tekur óttann
tekur leiðann
einmanakenndina

Sólin fyllir líkama og anda
lífshlýju og þökk
sól og ilmur fylla
kviðinn og sálina

ilmurinn og vonin.

Ég geng blómgötur
stíginn til hafsins
og kæli þreytta fætur
í rótlausri haföldu
hins mjúka svarta sands
þar sem fljót mætir hafi

á straummótum
nýtt upphaf.

 

2019