yrkir titill svhv2019.

Auðn

Grimmustu skepnur jarðar
eru ungir menn í jakkafötum
með græðgisglampa í augum
og hrokafulla brosvipru þess
sem fyrirlítur af hjarta
láglaunastéttir og góða fólkið

hagnaður er brauð þeirra og blóm
arðránið fegurst lista
að taka til sín allt sem er
og enn meira!

teygja sig makráðir
efst í iðandi hrúgu
þar sem samfélög grotna
í hagvaxtarmoltu
og mennsk gildi
sem fúlir lækir
að stórfljóti auðmagns.