yrkir titill svhv2019.

Þegar jarðskjálftarnir höfðu staðið í marga daga

 

Fyrst kemur loftkenndur dynkur
svo byrjar lampaglerið á gamla stjakanum að titra
kötturinn hniprar sig á koddanum, óviss til augnanna
þar sem ég nötra í rúminu í dagrenningu
svartþrösturinn utan við gluggann er þagnaður
heyri postulínið klirra í skápunum
mögulega hristast orð og setningar
saman í bókahillunum

svona hefur þetta gengið í marga daga
ég kippi mér ekki upp við skjálftana lengur
en finn óljósan surg í taugakerfinu.

 

 

Í aðdraganda Dalagoss á Reykjanesi vorið 2021.