yrkir titill svhv2019.

Tálmar von

Drepsótt og jarðeldar
andlitslaust fólk
þunglyndi og sjálfsmorð
náttúruhamfarir
þjóðflutningar loftslagsflótti
efnahagsleg óáran
hryllingur og ótti

en samt vaknar fífill
af vetrardúr
við húsvegg í Breiðholti
og samt gleðst ég
yfir sólgulu höfði hans
bæði teygum við
ljósið og vonina.