yrkir titill svhv2019.

Ljóðabókin Í senn dropi og haf eftir Steinunni Ásmundsdóttur kom út hjá Dimmu haustið 2019.

Þessi sjötta ljóðabók höfundar hefur að geyma fjörutíu ljóð sem lýsa straumi tíma og atburða í nánd og firrð, umbreytingum, sorg og hugrekki manneskjunnar.
Ljóðin eru ferðalag konu sem brýtur sig lausa úr viðjum og hugsar á þeirri vegferð meðal annars til örlaga annarra kvenna. Rennsli vatns og tíma er alltumlykjandi og fuglar ljá frelsisþránni vængi.

,,Ljóðabókin er heillegt verk með sterkan ramma, þung örlög og hið óumflýjanlega skapa hinn kyrrláta, ógnandi grunntón en fundvísi á hugblikin sem vara stutt en skipta þó sköpum til að ferðinni sé framhaldið er eftirtektarverður eiginleiki sem höfundur býr yfir. Titillinn Í senn dropi og haf er í raun lýsandi fyrir þá kosti sem lesandinn fær upp í hendurnar með ljóðunum enda í þeim innbyggður sjónauki sem sýnir ýmist vítt og breitt eða stutt og nákvæmlega."
Umfjöllun Evu Maríu Jónsdóttur um bókina í óðfræðitímaritinu SÓN (í heild).

Umfjöllun um Í senn dropi og haf í bókmenntaþætti RÚV Orð um bækur 25.05.2020. (24:30-41.58)
Upptaka af sama þætti

Fregn af RÚV vef 

fyrir vefinn og facebook lrtt auglsing page 0