Skotti og sáttmálinn
Skotti og sáttmálinn gerist í heiminum Útoríu. Sá heimur er að mörgu leyti hliðstæður við Jörðina en hugsanlega eru íbúar Útoríu komnir skrefinu lengra í virðingu fyrir öllu lífi.
Ævintýrin eru á hverju strái; misalvarleg og sum stórhættuleg. En glíman við það að vera góð manneskja og vinur vina sinna er sú sama á Jörðinni og á Útoríu.
Skotti og sáttmálinn er fyrsta bókin í bókaflokki.
Til að kaupa bókina:
Sendið póst á netfangið:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
með upplýsingum um nafn kaupanda og heimilisfang til að fá bókina senda og hversu mörgum eintökum óskað er eftir.
Greiðsluinnlegg skoðast sem staðfesting á bókapöntun:
Reikningsupplýsingar: kt. 241167-4889, 569-26-696
Verð:
1 bók ....... kr. 4.800 með sendingarkostnaði
2 bækur.... kr. 8.800 með sendingarkostnaði
3 bækur.... kr. 12.000 með sendingarkostnaði
4 bækur.... kr. 15.500 með sendingarkostnaði
Skotti og sáttmálinn fæst hjá útgefanda sbr. upplýsingar hér að ofan og fljótlega í bókaverslunum Eymundson.
Unnur Sveinsdóttir er fædd 24. nóvember 1967. Hún útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og með kennsluréttindi í listum frá Háskólanum á Akureyri árið 2010. Hún hefur meðal annars starfað við kvikmyndir, leikhús og við uppsetningu safna og sýninga auk þess að kenna listir og leiklist við grunnskóla.
Ferðalög á mótorhjóli á framandi slóðir hafa heillað hana gegnum tíðina. Þau ferðalög og upplifunin af því að kynnast framandi mannlífi, náttúru og dýralífi er án efa grunnurinn að sögunni um Skotta.
Unnur er Stöðfirðingur, búsett á Fáskrúðsfirði.
Árið 2015 gaf Unnur út ferðabókina Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu í félagi við eiginmann sinn. Fjallar hún um 5 mánaða ferðalag þeirra hjóna um Mið-Asíu á mótorhjólum þar sem þau heimsóttu 20 lönd og kynntust fjölda fólks af ólíku þjóðerni.
Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu fæst hjá útgefanda.